Verið að staðsetja sprungurnar á korti

Talið er að nýja sprungan hafi opnast í grennd við …
Talið er að nýja sprungan hafi opnast í grennd við nyrsta gula strikið á kortinu hér fyrir ofan en mælingar standa nú yfir. Samsett mynd

Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að verið sé að staðsetja nýju sprunguna, sem opnaðist í Geldingadölum í dag, betur á korti en allt líti út fyrir að hún sé á því svæði þar sem gamlar sprungur höfðu hreyfst nýlega.

„Þessar gulu línur eru nýhreyfðar sprungur sem við sáum fyrir nokkrum dögum, gamlar í eðli sínu en höfðu hreyfst nýlega,“ segir Ásta í samtali við mbl.is. Hún segir að þau hafi mælt þessa hreyfingu fyrir nokkrum dögum og þetta svæði hafi í raun verið á hreyfingu síðan í byrjun gossins. 

Vísindafólk og starfsmenn Landhelgisgæslunnar skoða nú svæðið nánar úr lofti og af þeim sökum er almennt flugbann yfir gosstöðvunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert