Ætla að verða á toppi Everest 24. maí

Sigurður Bjarni og Heimir Fannar leggja á brattann.
Sigurður Bjarni og Heimir Fannar leggja á brattann.

Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, sem stefna á topp Everest, hæsta fjalls heims, voru í gær í þorpinu Namche Bazar í Khumbu-dalnum í Nepal.

Þar dveljast þeir í 3.450 metra hæð, og eru í aðlögun að loftslagi og öðrum aðstæðum. Slíkt er nauðsynlegt áður en farið er í grunnbúðir og þaðan á toppinn sem er 8.849 metra hár.

Eftir margra mánaða undirbúning lögðu Íslendingarnir tveir af stað 19. mars sl. og ferðin til Nepal gekk að óskum. Áætlun félaganna var að ná í grunnbúðir um páskana, sem tefst þó aðeins. Áfram stendur þó upphaflega markmiðið sem er að komast 24. maí á tind Everest.

„Við horfðum yfir á Everest í dag og það vakti tilhlökkun og stemningu hjá okkur. Það hjálpar einnig til að hafa hitt frábæran hóp nepalskra klifrara sem verða á Everest og sýna okkur mikinn stuðning,“ segir í tölvpósti sem Morgunblaðið fékk frá þeim félögum.

Hægt er að fylgjast með leiðangri þeirra Sigurðar Bjarna og Heimis á Instagram-síðu Umhyggju, @umhyggja.is og eins á Facebook-síðunni Með Umhyggju á Everest. Áheit á þá félaga vegna leiðangursins renna til Umhyggju – félags langveikra barna. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert