Fjölþjóðleg Fjarðabyggð

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is/Golli

Íbúar í Fjarðabyggð voru í byrjun mars sl. 5.080 talsins, skv. nýjum tölum sem birtar eru á vef sveitarfélagsins. Frá 2017 hefur fólki fjölgað hægt ár frá ári.

Mesta fjölgunin hefur orðið á Reyðarfirði, eða um 65% frá árinu 2006, en um það leyti komust framkvæmdir við byggingu Alcoa á skrið. Í dag veitir álverið hundruðum fólks vinnu. Reyðfirðingar eru nú 1.361.

Frá 2006 hefur íbúum á Fáskrúðsfirði fjölgað um 10% og eru þeir nú 738. Eskfirðingar eru 1.064 og hefur fjölgað um 10% á sl. 15 árum.

Í dag eiga alls 829 manns frá 49 löndum, með erlendan ríkisborgararétt, lögheimili í Fjarðabyggð. Þar eru Pólverjarnir fjölmennastir, eða alls 508. Litháar eru 59, Rúmenar 37 og Lettar 33. Þá býr í Fjarðabyggð fjöldi fólks með annað ríkisfang, aðeins einn frá hverju landi. Þar má nefna fólk frá Albaníu, Palestínu, Sviss, Hollandi, Perú, Mexíkó og Indlandi – sem aftur staðfestir að Fjarðabyggð er fjölþjóðlegt samfélag. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert