Halldór vill sátt utan réttarsala

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá …
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá félaginu. mbl.is/samsett mynd

Halldór Kristmannsson, einn nánasti samverkamaður Róberts Wessman í 18 ár, segist enn vilja útkljá umkvartanir sínar vegna stjórnarhátta og hegðunar Róberts í sátt og utan dómstóla.

Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu, en Halldór steig fram í liðinni viku sem uppljóstrari um Róbert, forstjóra og stjórnarformann systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech.

„Ég hef talsverðar áhyggjur af því að aðgerðarleysi Alvogen og Alvotech gagnvart Róbert Wessman, kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna,“ skrifar Halldór. Málið hafi þegar vakið athygli meðal samstarfsaðila, viðskiptavina og fjárfesta, erlendis sem hérlendis. Hann hafi sem hluthafi hagsmuni af að fyrirtækin geti haldið áfram að vaxa og dafna og því ítreki hann sáttfýsi sína.

Halldór segir það gert þrátt fyrir að félögin hafi sýnt honum, uppljóstraranum, „fordæmalausa hörku“. Sama dag og tilkynnt hafi verið um „hvítþvottinn“ hafi verið setið fyrir honum fyrir utan World Class í Smáralind, með uppsagnarbréf og stefnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert