Hlé gert á prentútgáfu DV

Hlé verður gert á prentútgáfu DV og meiri kraftur verður …
Hlé verður gert á prentútgáfu DV og meiri kraftur verður lagður í vefinn DV.is í staðinn. mbl.is/Odd

Hlé verður gert á útgáfu DV á prenti. Þess í stað verður aukin áhersla lögð á vefinn DV.is. Þetta kemur fram í tilkynningu ritstjórnar blaðsins á DV.is. Helsta ástæða þessa er sögð vera heimsfaraldur kórónuveiru, sem gert hefur auglýsingasölu erfiða og hamlað útgáfu með ýmsum hætti.

Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir aprílmánuð verða felldir niður en helgarviðtal DV mun enn birtast á vefnum auk þess sem það verður sent þeim sem skrá sig á póstlita DV.

Þá er jafnframt tilkynnt að Tobba Marínósdóttir, fráfarandi ritstjóri blaðsins, muni áfram starfa á Torgi, útgáfufélagi DV og fleiri miðla, og mun hún fylgja þessum breytingum úr hlaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert