Hraunflæðið um sjö rúmmetrar á sekúndu

Hraunflæðið er meira en úr gígunum í Geldingadölum.
Hraunflæðið er meira en úr gígunum í Geldingadölum. Ljósmynd/Almannavarnir

Hraunflæðið sem rennur úr nýju sprungunum á gossvæðinu til austurs og niður í Meradali er talið vera um sjö rúmmetrar á sekúndu.

Þetta er jafnmikið hraunflæði og greint var frá í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun í gærkvöldi. 

Til samanburðar er hraunflæði úr gígunum í Geldingadölum talið vera um 5,5 rúmmetrar á sekúndu, að því er segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar.

Hraunið sem rennur úr nýju sprungunum.
Hraunið sem rennur úr nýju sprungunum. Ljósmynd/Almannavarnir

Nýju gossprungurnar sem mynduðust í gær eru um 700 metrum norðaustan við gosstöðvarnar, á Fagradalsfjallsheiðinni norðan við Geldingadali. Sprungurnar eru í heild um 200 metra langar og eru í sömu stefnu og sprungur á fyrri gosstöðvum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert