Snýst ekki um sóttkvíarskyldu

Fosshótel sóttvarnarhús.
Fosshótel sóttvarnarhús. mbl.is/Árni Sæberg

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir virkilega alvarlegt að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn hafi ráðist í að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli án þess að hafa heimild fyrir því í lögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir augljóst að ekki sé hægt að halda núverandi fyrirkomulagi áfram hvað sóttkvíarhótelið varðar.

„Þetta snýr ekki að því hvort að fólk fari í sóttkví eða ekki, það er óumdeilt að það sé rétt að setja fólk í sóttkví eftir komuna til landsins. En þetta snýr að því hvort að það sé einhver lagaleg heimild til að neyða fólk til að taka þessa sóttkví út á sóttvarnahúsi og eins og ég benti á og raunar fleiri þá skortir til þess lagastoð,“ segir Þórhildur og bætir við:

„Það er auðvitað mjög rík skylda ráðherra að tryggja að reglugerðir sem hún setur hafi lagastoð. Það að fara í svona framkvæmd án þess að hafa til þess trygga lagastoð er mjög alvarlegt og mikil fljótfærni af þessari ríkisstjórn að fara svona af stað með þetta án þess að hafa til þess tryggan lagagrundvöll.“

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að skyldudvöl í sóttvarnahúsi væri ólögmæt í sjö málum þar sem tólf einstaklingar áttu í hlut. Með úrskurðinum er reglugerðin og þær ákvarðanir sem á henni byggjast ólögmætar, að sögn Jóns Magnússonar, lögmanns eins vistmanns á sóttkvíarhóteli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur Davíð að bregðast þurfi við úrskurðinum. „Það virðist vera þannig að þegar ráðherrar taka sóttvarnamálin í eigin hendur að það klúðrist aftur og aftur.“ Sigmundur vill sjálfur leggja meiri áherslu á að tekið sé harðar á bólusetningarmálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »