Árásin á Sushi Social – myndskeið

Árásin á Sushi Social við Þingholtsstræti í gærkvöldi náðist á myndskeið sem er nú í dreifingu. Í því sést hvernig átökin brjótast út og stigmagnast. 

Í gærkvöldi sagði varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðinu við mbl.is að útkall hefði borist vegna átaka í Þingholtsstræti. Viðbragðsaðilar hefðu verið sendir af stað en síðan afturkallaðir þegar ljóst var að engin meiðsl væru á fólki. 

Ekki hefur náðst í Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, vegna málsins en hann staðfesti við Vísi að maður væri í haldi vegna árásarinnar. Þá kom fram að maður hefði verið stunginn í handlegg.

Í myndbandinu má sjá hvernig árásin stigmagnast.
Í myndbandinu má sjá hvernig árásin stigmagnast. mbl.is/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert