Gera ekki boð á undan sér

Eldgos í Geldingadölum.
Eldgos í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryn­dís Ýr Gísla­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, tekur undir það að sprungurnar á Reykjanesskaga geri ekki boð á undan sér. Á miðnætti opnaðist þriðja sprungan á sama sprungusvæði og hinar sprungurnar tvær á Reykjanesi.

„Það hefur sést mjög lítið á gögnum hjá okkur áður en þær hafa opnast. Ekkert áberandi, það hefur eiginlega ekkert verið hægt að sjá,“ segir Bryndís.

Bryndís segir að sviðsmyndin hafi verið sú að fleiri sprungur geti opnast og sú sviðsmynd haldi áfram.

Þá segir Bryndís erfitt að segja til um hvar aðrar sprungur gætu myndast en segir þó að líklegast verði þær í sömu stefnu og núverandi sprungur. Það sé samt erfitt að segja til um það.

Líklegt að gas mælist í Grindavík

Svæðið við gosstöðvarnar var rýmt fyrr í kvöld vegna mikillar gasmengunar.

Á vef Veðurstofu Íslands er að finna textaspá varðandi gasmengun vegna eldgossins. Þar segir:

„Norðaustan 10-15 m/s í nótt og á morgun og líklegt að gas mælist í Grindavík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert