Gestum á hótelinu fer fækkandi

Alls dvelja nú 167 mannsí farsóttarhúsinu í Þórunnartúni.
Alls dvelja nú 167 mannsí farsóttarhúsinu í Þórunnartúni. mbl.is/Árni Sæberg

Alls dvelja nú 167 manns í sóttvarnahúsinu í Þórunnartúni en um 100 fóru í seinni sýnatöku í gær og fækkaði þá verulega í hópnum. Komu 74 nýir gestir á hótelið í gær.

Mikil hreyfing hefur verið í húsinu að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar, upplýsingafulltrúa Rauða krossins.

„Að einhverju leyti er hægt að segja að stemningin sé léttari núna, þegar það er komin meiri vissa á þessar aðgerðir,“ segir hann. Starfsemin hafi gengið vel í dag.

Meirihluti gestanna er erlendir ferðamenn en einhverjir Íslendingar dvelja einnig á hótelinu, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, forstöðumanns farsóttarhótela.

Hafa hlutföllin eitthvað breyst eftir að reglurnar breyttust?

„Nei, erlendir ferðamenn hafa alltaf verið í miklum meirihluta.“ 

Sömu reglur um útivist gilda enn þá á hótelinu og segir Gylfi þær byggjast á því að gestir velji sjálfir að dvelja á hótelinu. Verði breytingar gerðar á aðbúnaði í samræmi við tilmæli frá stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert