Hópsmit talið tengjast ferðamanni með mótefni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm af sex kórónuveirusmitum sem komu upp utan sóttkvíar í gær greindust á Suðurlandi. Hópsmitið er talið mega rekja til ferðalangs, sem búsettur er á Íslandi. Viðkomandi er með mótefni fyrir veirunni og þarf því ekki að sæta sóttkví.

Ellefu smit greindust innanlands í gær, þar af sex utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að smittölurnar séu til marks um að enn sé smit í samfélaginu. „Við höfum ekki náð að koma í veg fyrir það. Meðan svo er þá geta hópsmit blossað upp og því er hætta ef við förum að slaka of mikið á og leyfa stærri hópamyndanir,“ segir Þórólfur.

Landsréttur úrskurðar síðar í dag um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhúsi, en héraðsdómur komst á laugardag að þeirri niðurstöðu að reglugerð ráðherra ætti sér ekki stoð í lögum. Þórólfur hefur talað um mikilvægi þess að sú lagastoð verði veitt en jafnframt að hann sé tilbúinn að leita annarra leiða reynist ekki vilji til þess á þingi.

Aðspurður segist hann vera með minnisblöð á borðinu vegna þess, en það sé hann raunar alltaf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert