Nýja sprungan myndast – myndskeið

Vefmyndavél mbl.is í Geldingadölum náði myndum af því þegar ný sprunga myndaðist á gosstöðvunum skömmu eftir miðnætti. Í þessu myndskeiði, sem búið er að hraða á, sést þróun hraunflæðisins vel í alla nótt þar til vélin hætti að senda út þar sem hraunið fór yfir rafmagnskapalinn sem veitti henni afl.

Vélin er þó einnig tengd við sólarsellu og ætti að hrökkva í gang og hefja útsendingar að nýju ef sólin færi nú að gleðja landsmenn. Þangað til er hægt að fylgjast með gosstöðvunum úr meiri fjarlægð frá nýrri vél sem komið var upp í nótt.

mbl.is