Skjálftinn lækkaði eftir yfirferð

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti af stærð 2,3 varð um 5,7 kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík um klukkan hálfeitt í dag. Skjálftinn mældist fyrst 3,3 að stærð eftir yfirferð veðurfræðings, en það reyndist síðan ofmat.

Nokkuð er síðan skjálfti yfir 3 mældist á Reykjanesi, en síðustu tvo sólarhringa hafa þó fimm skjálftar náð 2 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert