Getum séð nánast veirufrítt samfélag

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur …
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á upplýsingafundinum. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í morgun að ef staðið verði vel að aðgerðum á landamærunum getum við séð nánast veirufrítt samfélag á Íslandi.

Spurður hvort það væri raunhæft markmið að útrýma veirunni úr samfélaginu sagði hann að upphaflega markmiðið hefði verið að halda kúrfunni niðri og fletja hana eins mikið og mögulegt væri.

„Með reynslunni höfum við séð að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum,“ sagði hann.

Hann sagði að ef vel gengi að stöðva veiruna á landamærunum gætum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag. „Það er það sem við erum að stefna að núna,“ sagði Þórólfur og nefndi mikilvægi góðrar þátttöku í bólusetningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert