Katrín vill leiða VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur boðið sig fram til að leiða lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 

Þetta kemur fram í framboðstilkynningu sem hún hefur birt á Facebook.

„Fram undan eru stór verkefni við að byggja upp Ísland eftir krefjandi tíma. Sú uppbygging þarf að vera græn og sjálfbær og í henni skiptir öllu að tryggja jöfnuð og félagslegt réttlæti til framtíðar og blómlegt efnahags- og atvinnulíf. Ég vil leggja mitt af mörkum í þeirri uppbyggingu og býð mig fram til að leiða lista Vinstri-grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín. 

mbl.is