Lífslíkur minnkuðu

Á gjörgæslu. Lækkun talna um lífslíkur er rakin til veirufaraldursins.
Á gjörgæslu. Lækkun talna um lífslíkur er rakin til veirufaraldursins. AFP

Lífslíkur við fæðingu íbúa í mörgum Evrópulöndum ýmist stóðu í stað eða minnkuðu á seinasta ári frá árunum á undan, sem talið er að megi að stórum hluta rekja til faraldurs kórónuveirunnar.

Hér á landi minnkuðu lífslíkur örlítið í fyrra frá árinu á undan eða um 0,1 ár samkvæmt tölum sem Eurostat, hagstofa ESB, hefur birt.

Að jafnaði hafa lífslíkur íbúa í Evrópu aukist jafnt og þétt á umliðnum áratugum eða um tvö ár á hverjum áratug allt frá 1960. Í umfjöllun Eurostat segir að eftir að faraldurinn braust út á seinasta ári drógust lífslíkur íbúa saman í meirihluta þeirra aðildarlanda Evrópusambandsins þar sem tölur um meðalævilengd og lífslíkur liggja fyrir. Mesta breytingin á einu ári var á Spáni þar sem lífslíkur minnkuðu um 1,6 ár í fyrra, um 1,5 ár í Búlgaríu og um 1,4 ár í Litháen, Póllandi og Rúmeníu.

Minnkandi lífslíkur eiga þó ekki við um öll lönd því lífslíkur jukust um 0,3 ár í Noregi og um 0,1 ár í Danmörku og Finnlandi í fyrra en á sama tíma styttust þær í Svíþjóð um 0,8 ár. Lífslíkur á Íslandi hafa verið með þeim mestu í Evrópu og er meðalævilengd Íslendinga ein sú mesta í Evrópu. Í fyrra lækkaði hún úr 83,2 ár í 83,1 ár sem er eftir sem áður þriðja mesta ævilengd í Evrópu sem samanburður Eurostat nær til og kemur Ísland fast á hæla Noregi (83,3) og Sviss (83,2).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »