Margar veirutýpur dáið út vegna sóttkvíar

Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, á upplýsingafundinum í morgun.
Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, á upplýsingafundinum í morgun. Ljósmynd/Almannavarnir

Það kostar ákveðnar fórnir í stuttan tíma að vera í sóttkví. Það hefur sýnt sig að þetta er afar árangursrík aðferð til að stöðva faraldur. Margar veirutýpur hafa dáið út með þessum hætti.

Þetta sagði Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, á upplýsingafundi í morgun og nefndi að starf teymisins felist aðallega í að ákvarða um nauðsyn á sóttkví.

„Við reynum að læra á veiruna en sóttkví er oft á tíðum eins og öryggisgirðing. Það er oft ákveðinn hluti sem smitast og ekki er alltaf ljóst hverjir úr menginu það eru. Þess vegna er mikilvægt að sóttkví sé haldin. Sá sem finnur til einkenna er smitandi í sólarhring eða tvo á undan, því tryggir maður ekki eftir á,“ sagði hann.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur …
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Jó­hann B. Skúla­son, yf­ir­maður rakn­ing­ar­t­eym­is­ins, og Rögn­valdur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á fundinum. Ljósmynd/Almannavarnir

Teymið telur um tíu manns og er hópurinn á vakt alla daga frá morgni til kvölds. Öðru hverju fær hann einnig aðstoð annars staðar frá þegar mikið liggur við.

Jóhann hrósaði öllum sem hafa átt í samskiptum við teymið undanfarið ár og þakkaði einnig starfsmönnum teymisins. Hann sagði að það hefði komið fyrir að fólk gæfi þeim ekki réttar upplýsingar, en það væru undantekningartilfelli.

Jóhann bætti við að góður árangur hafi verið af smitrakningu hér á landi og að það sýni samtakamátt almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert