Geta tekið út allt að 12 milljónum

Almenningi gefst nú kostur á að taka út allt að …
Almenningi gefst nú kostur á að taka út allt að 12 milljónir króna af séreignarsparnaði sínum til áramóta, samkvæmt nýju frumvarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstaklingum verður á ný heimilað samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að taka út allt að 12 milljónir kr. af séreignarsparnaði sínum allt til næstu áramóta.

Fyrri heimild til úttektar séreignarsparnaðar, sem ákveðin var í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins, rann út 1. janúar sl.

Frumvarpi fjármálaráðherra um frekari aðgerðir til að mæta áframhaldandi óvissu um efnahagsleg áhrif faraldursins hefur verið dreift á Alþingi. Þar er einnig lagt til að launagreiðendum verði gefinn kostur á frekari fresti til að standa skil á staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi með greiðsludreifingu og geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Í fyrra nýttu margir launagreiðendur sér úrræðið að fresta greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds en alls sóttu 785 lögaðilar og 46 einstaklingar í atvinnurekstri um það og var 8,4 milljörðum frestað vegna þessa í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert