Telur allt ferlið sýndarmennsku

Nemendur Háteigsskóla tóku sér stöðu við framkvæmdirnar sem hafnar eru …
Nemendur Háteigsskóla tóku sér stöðu við framkvæmdirnar sem hafnar eru á Sjómannaskólareitnum, þar sem byggja á tvö fjölbýlishús. Ljósmynd/Bergrún Tinna

„Hér hefur í áratugi verið leiksvæði barna, sleðabrekka á veturna og ævintýrahóll á sumrin. Börnin renna sér ekki meira hérna,“ segir Agnar Hansson, einn íbúa við svonefndan Sjómannaskólareit í Reykjavík.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hófust framkvæmdir á reitnum í vikunni en þar er fyrirhuguð bygging tveggja þriggja hæða fjölbýlishúsa á vegum Leigufélags aldraðra, alls 51 íbúð.

Þessi áform hafa verið umdeild og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hástöfum, meðal annars með kæru til umboðsmanns Alþingis. Agnar segir í samtali við Morgunblaðið að sárt sé upp á að horfa hvernig borgaryfirvöld hafi staðið að þessu máli. Ítrekuð mótmæli íbúa í nágrenni græna svæðisins við Sjómannaskólann og við Saltfiskmóann hafi verið virt að vettugi.

„Fólki sárnar. Ekkert samráð hefur verið við íbúana. Allt ferlið virðist vera sýndarmennska og ég vil að fólk hafi það í huga þegar gengið verður til kosninga. Minjastofnun og fleiri aðilar hafa sem betur fer aðeins náð að hemja borgina og fyrir vikið var vatnshóllinn skilgreindur sem verndarsvæði. En svo er auðvitað skorið alveg við rætur þess svæðis,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert