Björguðu vélsleðamanni í Súgandafirði

map.is

Björgunarsveitir og sjúkralið komu karlmanni til bjargar í botni Súgandafjarðar í kvöld en sá hafði slasast eftir að hafa dottið af vélsleða.

Í samtali við mbl.is segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, að tilkynning hafi borist um klukkan sjö í kvöld. Tveir menn höfðu verið saman á sleðanum og farið fram af brún. Við það féllu þeir af sleðanum og varð annar undir. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður.

Björgunarsveitir fóru á vettvang og fluttu manninn niður á veg þar sem keyrt var með hann á sjúkrahúsið á Ísafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert