Dælubúnaður ónotaður í geymslu

Framkvæmdir við athafnapláss á eystri garðsendanum hófust sumarið 2019 en …
Framkvæmdir við athafnapláss á eystri garðsendanum hófust sumarið 2019 en voru stöðvaðar vegna óvissu um gagnsemi fyrir siglingar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Búnaður sem keyptur var á árinu 2019 til að dæla sandi af botni hafnarmynnis Landeyjahafnar liggur ónotaður í geymslu hjá Vegagerðinni. Óvíst er hvort hann verður nokkurn tímann settur upp.

Ráðist var í miklar framkvæmdir á árinu 2019 við að lagfæra Landeyjahöfn. Kostnaður við verklegar framkvæmdir var um milljarður þá um sumarið. Fólst hann í því að stækka innri höfnina og skýla henni fyrir öldu, til að draga úr ókyrrð við ferjubryggjuna.

Einnig var undirbúið að koma upp búnaði við hafnarkjaftinn til þess að geta dælt sandi úr hafnarmynninu. Í því skyni var lagður vegur út eystri hafnargarðinn. Var það mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Tilgangurinn var að skapa aðstöðu til að aka krana með dælubúnaðinn út á hafnarhausinn og til baka. Þar átti að reka niður tunnulaga stálþil og steypa þekju ofan á sem aðstöðu fyrir tækin. Vegurinn nýtist einnig sem neyðarvegur ef slys verða í hafnarmynninu.

Dælurnar og tilheyrandi lagnir voru keyptar. Þegar byrjað var á framkvæmdum við tunnurnar gerðu skipstjórar Herjólfs athugasemdir. Töldu þeir að þrenging hafnarmynnisins myndi gera það hættulegra að sigla inn í höfnina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert