Hefja þverun Þorskafjarðar

Þorskafjörður. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar.
Þorskafjörður. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar. Tölvuteikning/Vegagerðin

Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjast strax í næstu viku. Þetta segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri verktakans, Suðurverks hf. Dofri og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir verksamning sl. fimmtudag.

Tilboð voru opnuð 16. febrúar sl. en Suðurverk hf. átti lægsta tilboðið, krónur 2.078.354.246. Um er að ræða nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar steyptrar brúar yfir fjörðinn.

Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vestfjarðavegi í báða enda. Nyrðri endinn tengist við gamla veginn þar sem hann liggur upp Hjallaháls, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert