Ráðist á hótelstarfsmann

mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsmaður hótels á höfuðborgarsvæðinu varð fyrir árás í gærkvöldi og liggja fyrir upplýsingar um geranda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Þar kemur fram að starfsmaðurinn hafi sagt við lögreglu að hann hafi orðið fyrir árás en gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Málið er í rannsókn lögreglu.

Fremur rólegt virðist hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglunnar. Minni háttar mál komu upp hjá öllum lögreglustöðvum og eitthvað um hávaðakvartanir. Fátt fært til bókar í dagbókinni annað en akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir slík brot og reyndust þrír þeirra einnig vera án ökuréttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert