Selja tvær búðir til að uppfylla skilyrði um eina

Samkaup munu opna verslun á Hellu undir merkjum Kjörbúðar.
Samkaup munu opna verslun á Hellu undir merkjum Kjörbúðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkaup hafa fest kaup á tveimur verslunum Krónunnar. Annars vegar er um að ræða Kjarval á Hellu en sú verslun hefur verið í kastljósi frétta vegna deilna fyrirtækisins og íbúa við Samkeppniseftirlitið. Hins vegar er verslun Krónunnar í Nóatúni 17 í Reykjavík. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Samkaup áforma að opna verslun undir merkjum Kjörbúðar á Hellu og bætist verslunin þar með í hóp 15 annarra Kjörbúða sem reknar eru um allt land. Í Nóatúni 17 í Reykjavík áforma Samkaup að opna Nettó-lágvöruverslun.

Krónan er dótturfélag Festar og eru viðskiptin liður í að uppfylla skilyrði sáttar á milli Festar og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Festar, áður N1, á Krónunni og fleiri félögum.

Festi hefur selt Kjarvalsverslunina á Hellu tvisvar. Í annað skiptið samþykkti eigandi húsnæðisins ekki aðilaskipti húsaleigusamnings og í hitt skiptið samþykkti Samkeppniseftirlitið ekki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert