Sóttvarnaaðgerðum mótmælt á Austurvelli

Hópur fólks er saman kominn á Austurvelli til mótmæla.
Hópur fólks er saman kominn á Austurvelli til mótmæla. Ljósmynd/Sigurður Ingvarsson

Hópur fólks, sem kennir sig við Covid-spyrnuna, hefur komið saman á Austurvelli til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. mbl.is fékk senda mynd sem sýnir fólk haldandi á mótmælaspjöldum. 

Á mótmælaspjöldum stendur meðal annars að tjáningarfrelsi eigi undir högg að sækja en einnig er mRNA-bóluefnum, sem notuð eru gegn kórónuveirunni, mótmælt. 

Mótmælendur eru auðsjáanlega fleiri en 10 talsins, en 10 manna samkomutakmörkun er í gildi. Þá eru fjarlægðarmörk ekki virt og fáir ef nokkur viðstaddra með grímu fyrir vitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert