Stefna enn á heilsársbyggð í Húsafellsskógi

Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsunum að undanförnu og eru …
Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsunum að undanförnu og eru 26 seld eða frátekin að sögn Bergþórs. Tölvuteikning/Onno

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar hafnaði nýverið umsókn félagsins Húsafell Hraunlóðir um breytingu á landnotkun á lóð Litla-Tunguskógar í Húsafelli.

Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu 31. mars síðastliðinn hafa Húsafellsbændur kynnt og hafið sölu á fjölda heilsárshúsa sem teiknuð hafa verið og færð inn á skipulag ofan við núverandi sumarhúsasvæði í Húsafelli.

Samkvæmt áætlunum þeirra er gert ráð fyrir að allt að 75 heilsárshús rísi á svæðinu en í fyrri áfanga verkefnisins er stefnan sett á sölu 40 húsa. Hefur verkefnið m.a. verið auglýst á þeim forsendum að þar geti fólk skráð sig til fastrar búsetu en það auðveldar m.a. mjög fjármögnun á kaupum á húsnæðinu.

Samkvæmt núverandi skipulagi er svæðið ekki skilgreint sem þéttbýli eða íbúðarbyggð heldur er aðeins gert ráð fyrir að þar rísi frístundabyggð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert