Svandís heimsótti sóttvarnahúsið

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga …
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttahúsa og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Iðunn Garðarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra heimsótti sóttvarnahúsið í Þórunnartúni síðdegis í dag og kannaði þar aðstæður, en um 260 manns dvelja nú á hótelinu og er gestum boðið upp á útivist eftir því sem hægt er og fjölskyldur þar settar í forgang. 

Tillögur sem Rauði krossinn skilaði sóttvarnalækni um útivist liggja nú á borði heilbrigðisráðuneytisins og bíða samþykktar, segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

Hann segir þó að gestum sé nú sem fyrr boðin útivist eftir því sem hægt er hverju sinni á meðan frekari fyrirmæla er beðið.

Ekki hafa fengist upplýsingar frá ráðuneytinu um hvað felst í þessum nýju reglum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert