Vilja tilslakanir samhliða bólusetningu

Bólusetning í Laugadalshöll.
Bólusetning í Laugadalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk stjórnvöld þurfa að leggja fram afléttingaráætlun um tilslakanir sóttvarnatakmarkana samfara árangri í bólusetningum. Þetta kemur fram í grein sem Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, ritar í Morgunblaðið í dag.

Ari bendir á að stjórnvöld hafi lagt fram áætlanir um bólusetningar og eðlilegt sé að samhliða séu lagðar fram áætlanir um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu, eins og hafi til dæmis verið gert í Noregi og Danmörku.

Í grein sinni minnir Ari á að fyrirsjáanleiki sé öllum nauðsynlegur í lífinu og að það eigi ekki síður við í rekstri. Mörg fyrirtæki hafi orðið fyrir verulegum búsifjum í faraldrinum og bráðnauðsynlegt að þau hafi einhver viðmið um tekjur, útgjöld, starfsmannahald og þar fram eftir götum.

Líkt og forsætisráðherra hafi lýst yfir myndi hætta á alvarlegum veikindum, innlögnum og dauðsföllum minnka þegar 60 ára og eldri hefðu verið bólusettir. Miðað við yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda ætti það markmið að nást öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót. Stjórnvöldum væri því ekkert að vanbúnaði að ráðgera skref til að draga úr sóttvarnaráðstöfunum og kynna þau, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »