Barón tekið í gagnið í dag

Von er á fyrstu gestunum í farsóttarhús á Hótel Barón …
Von er á fyrstu gestunum í farsóttarhús á Hótel Barón í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Það er hellingur af flugi í dag, ég held að það séu um átta vélar. Sem fyrr vitum við hvorki hve margir koma með hverri vél né hversu margir af þeim koma til okkar,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. 

Hann segir daginn í dag verða daginn sem gefa mun betri sýn yfir hversu mörgum má gera ráð fyrir í hverju flugi, þar sem þau eru það mörg í dag.

Hótel Barón verður tekið í gagnið í dag sem farsóttarhús og segir Gylfi að verið sé að klára að snurfusa þar og gert sé ráð fyrir að fyrstu gestirnir fari þar inn síðar í dag. 

Um 200 manns dvöldu í farsóttarhúsum í nótt og að sögn Gylfa hefur verið rólegt og starfsfólk ekki þurft að hafa afskipti af látum eða ósætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert