Búast við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu

Kort/Veðurstofa Íslands

Lög­regl­an á Suður­nesj­um opnar fyr­ir aðgengi fólks að gossvæðinu á há­degi en það verður vaktað af lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um til miðnætt­is. Lokað verður inn á svæðið klukk­an 21, rým­ing hefst klukk­an 23 og verður lokið fyr­ir miðnætti.

Spáð er suðaustan og sunnan 5-10 m/s á gosstöðvunum og snjókomu með köflum. Hiti við frostmark. Áttin er þó suðvestlægari rétt ofan við jörð og búast má við gasmengun á norðanverðum Reykjanesskaga og á höfuðborgarsvæðinu.  Sunnan 5-10 m/s og slydda eða rigning með morgninum, en suðaustan 8-13 eftir hádegi. Hiti 2 til 5 stig, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Gasmengunina ætti því að leggja yfir Vatnsleysuströnd í fyrstu, en síðdegis yfir svæðið frá Vogum að Reykjanesbæ og vestur að Höfnum. Snýst í austan og norðaustan 5-10 og styttir upp í kvöld, en mengunin berst þá í átt til Grindavíkur.

Facebook-síða lögreglunnar á Suðurnesjum.

Kort sem sýnir það svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnun gass.

Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir kl. 12 í dag hafi það í huga að takmarkað eftirlit viðbragðsaðila er á svæðinu. Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Þá hefur gönguleið reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. 

Svæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því berskjölduð fyrir skaðlegum lofttegundum. Þeir sem klæða sig ekki vel hafa ekkert inn á svæðið að gera, segir í tilkynningu frá lögreglu.

  • Svæðið er ekki fyr­ir lít­il börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því ber­skjölduð fyr­ir skaðleg­um loft­teg­und­um. Þeir sem klæða sig ekki vel hafa ekk­ert inn á svæðið að gera.
  • Bú­ast má við gasmeng­un vegna eld­goss á Reykja­nesi og er fólk hvatt til að fylgj­ast með loft­gæðamæl­ing­um á loft­ga­edi.is og leiðbein­ing­um frá al­manna­vörn­um.
  • Gasmeng­un við gosstöðvarn­ar get­ur alltaf farið yfir hættu­mörk, mökk­ur­inn leggst und­an vindi og því ör­ugg­ast að horfa til eld­stöðva með vind­inn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/​s) get­ur gas safn­ast fyr­ir í daln­um, þá stjórn­ast vindafar af lands­lagi og gas get­ur verið yfir hættu­mörk­um langt upp í hlíðar, all­an hring­inn í kring­um gosstöðvarn­ar. Í slík­um til­fell­um þurfa áhorf­end­ur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekk­un­um fyr­ir ofan.
  • Velja þarf göngu­leið eft­ir vinda­spá hverju sinni
  • Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvun­um. Hund­ar eru ber­skjaldaðri fyr­ir meng­un vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig get­ur flúor leynst í poll­um sem hund­ar drekka úr.
mbl.is