Bólusett með Pfizer á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 13. apríl, verður Pfizer-bólusetning í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana. Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku að því er fram kemur á covid.is.

Líkt og fram kom á mbl.is í gær var um 60 pró­sent mæt­ing var í bólu­setn­ingu heil­brigðis­starfs­fólks utan stofn­ana við Covid-19 á föstu­dag­inn, við fyrstu boðun. Grípa þurfti til þess að bjóða nokkr­um sinn­um til viðbót­ar í bólu­setn­ingu til að nýta bólu­efni sem hafði verið blandað svo það færi ekki til spill­is.

Boðað er eftir aldursröð þar sem byrjað er á þeim elstu í hópnum. Aðrir í hópnum verða boðaðir í aldursröð næstu vikur.

Meðal þeirra sem fengu boð í síðustu viku eru lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, sjúkra­liðar, þroskaþjálf­ar og og fleiri sem ekki eru í klínisku starfi held­ur hafa snúið til annarra starfa eða eru hætt­ir störf­um.

„Ein­stak­ling­ar í þess­ari stöðu voru hvatt­ir til að þiggja ekki þetta fyrsta boð í bólu­setn­ingu gegn Covid-19 held­ur hug­leiða að hver skammt­ur sem er notaður fyr­ir hóp 5 tef­ur lít­il­lega bólu­setn­ing­ar ein­stak­linga með áhættuþætti fyr­ir al­var­legri Covid-19-sýk­ingu und­ir sex­tugu. Það kem­ur að því að all­ir sem vilja bólu­setn­ingu geti fengið hana, en við höf­um ekki bólu­efni fyr­ir alla fyrr en síðar á ár­inu,“ seg­ir á vef embætt­is land­lækn­is.

Meðal þeirra sem afþökkuðu boðið var Þórólf­ur Guðnason sóttvarnalæknir enda seg­ist hann ekki vera í bein­um tengsl­um við sjúk­linga. „Við vilj­um reyna að bólu­setja fólk fyrst sem við telj­um geta farið illa út úr Covid-sýk­ing­unni ef það smit­ast. Eins fólk sem er í áhættu að smit­ast. Er út­sett þar sem það vinn­ur með sjúk­linga­hópa og svo fram­veg­is,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is í gær.

„Heil­brigðis­starfs­menn sem ekki eru að sjá sjúk­linga eru í sjálfu sér ekki í áhættu­hóp og þar und­ir fell ég,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir að þess vegna hefði verið biðlað til þess­ara ein­stak­linga um að afþakka bólu­setn­ingu að svo komnu máli og bíða þangað til kem­ur að þeim síðar.

Á föstu­dag­inn fóru ýms­ir eft­ir ráðlegg­ing­um embætt­is land­lækn­is og mættu ekki í bólu­setn­ingu þannig að und­ir lok dags varð ljóst að til var blandað bólu­efni sem myndi eyðileggj­ast ef það yrði ekki nýtt strax.

Eðli­lega sinntu marg­ir kall­inu og fengu óvænt bólu­setn­ingu en þeir sem höfðu afþakkað sátu eft­ir að eig­in sögn með sárt ennið. Spurður út í þetta seg­ir Þórólf­ur, að að sjálf­sögðu hafi bólu­efnið verið notað.

„Auðvitað verður að nota bólu­efni sem er til­búið og mun eyðileggj­ast ef það er ekki notað strax. Því það gagn­ast allri heild­inni að bólu­setja sem flesta. Alltaf geti komið upp sú staða að yngra fólk sé bólu­sett þegar þessi staða kem­ur upp í stað eldri en við því er ekk­ert að gera. Það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar fólk, sem er að bólu­setja, ger­ir ráð fyr­ir ákveðnum fjölda en síðan mæta ekki all­ir í bólu­setn­ingu og það sit­ur uppi með af­gangs­bólu­efni sem er að renna út. Þá verður að kalla í fólk og hvetja það til að mæta í bólu­setn­ingu,“ seg­ir Þóróf­ur og bæt­ir við að þessi hóp­ur heil­brigðis­starfs­manna sem afþakkaði verði kallaður inn að nýju og eng­in hætta á að hann fái ekki bólu­setn­ingu. 

Í vikunni hefur verið staðfest að hingað berist 16.380 skammtar af bóluefni og er þetta í fyrsta skipti sem Janssen-bóluefnið kemur hingað til lands. Von er á 9.360 skömmtum af Pfizer, 2.640 skömmtum af Moderna, 1.980 skömmtum af AstraZeneca og 2.400 skömmtum af Janssen. 

Aftur á móti kemur minna magn bóluefnis í næstu viku því þá er aðeins von á 9.360 skömmtum af Pfizer og 3.300 skömmtum af AstraZeneca.

Síðustu vikuna í apríl er síðan von á 25.400 skömmtum af bóluefni. Von er á 9.360 skömmtum af Pfizer, 3.960 skömmtum af Moderna, 9.680 skömmtum af AstraZeneca og 2.400 skömmtum af Janssen. 

Samkvæmt covid.is hafa 61.134 einstaklingar fengið að minnsta kosti einn skammt en 28.056 eru nú fullbólusettir á Íslandi.

mbl.is