Hólmfríður leiðir lista Vinstri grænna

Ljósmynd/Aðsend

Úrslitin í rafrænu forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi eru nú ljós. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust, en átta voru í framboði og þar af fimm í oddvitasæti.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti: Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 
  2. sæti: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. sæti: Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti: Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti: Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði í 1.-5. sæti

Þingmaður hafnar í fjórða sæti

Hólm­fríður Árna­dótt­ir, mennt­un­ar­fræðing­ur og skóla­stjóri Sandgerðisskóla, leiðir listann.

Athygli vekur að Kolbeinn, sitjandi þingmaður VG, hafnar í fjórða sæti forvalsins.

Fyrir ofan hann er háskólaneminn Sigrún Birna, en hún gaf ekki kost á sér í oddvitasætið.

Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­maður, var valin í 2. sæti. Helga Tryggva­dótt­ir, náms- og starfs­ráðgjafi, skipar það fimmta.

Komast ekki á blað

Alm­ar Sig­urðsson ferðaþjón­ustu­bóndi og Ró­bert Mars­hall, upplýsingafulltrúi sitjandi ríkisstjórnar, sóttust eftir fyrsta sætinu auk Hólmfríðar, Heiðu og Kolbeins. Nöfn þeirra komast aftur á móti ekki á blað yfir fimm efstu sætin.

456 greiddu atkvæði í forvalinu af þeim 671 sem voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var því 68%. Auðir seðlar voru sex talsins en enginn seðill var ógildur.

mbl.is