Líkur á að loftgæði verði lítil

Hraunið úr sprungu tvö er byrjað að renna niður í …
Hraunið úr sprungu tvö er byrjað að renna niður í Meradali að nýju en hægt er að fylgjast með gosinu í vefmyndavélum mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gasmengun berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, það er yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum í dag. Á þessu svæði eru líkur á að loftgæði verði lítil fyrir viðkvæma.

Þetta kemur fram í gasspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag. Spáð er 8-13 m/s við Fagradalsfjall í dag og suðaustan 5-10 seint í kvöld. Lítils háttar rigning eða slydda öðru hvoru. Hiti 0 tli 5 stig.

Kort sem afmarkar það svæði þar sem fólk getur verið …
Kort sem afmarkar það svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættur sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnun gass.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert