Nóg pláss í Þórunnartúni í bili

Nóg pláss er í farsóttarhúsinu við Þórunnartún fyrir daginn í …
Nóg pláss er í farsóttarhúsinu við Þórunnartún fyrir daginn í dag og jafnvel morgundaginn líka. mbl.is/Árni Sæberg

„Sem betur fer komu mun færri með þessum átta flugvélum í gær en búist var við. Við eigum nóg af lausum herbergjum fyrir daginn í dag og hugsanlega fyrir morgundaginn. Það gefur okkur smá svigrúm til að skoða í kringum okkur,“ segir Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðumaður far­sótt­ar­húsa Rauða kross­ins, í samtali við mbl.is

Til stóð að taka Hótel Barón í gagnið í gær undir farsóttarhús þar sem von var á nokkrum fjölda farþega og fyrirséð að farsóttarhúsið við Þórunnartún myndi fyllast. Framkvæmdir sem búist var við að yrði lokið stóðu enn yfir og var því ekki hægt að nýta rými sem til þyrfti.

Sjúkratryggingar Íslands fara nú yfir möguleika og útfærslur á næsta húsnæði sem tekið verður undir farsóttarhús að sögn Gylfa. Hann segist gera ráð fyrir að ákvörðun um nýja staðsetningu muni liggja fyrir í dag eða á morgun en skoða þurfi húsnæði til dæmis með tilliti til aðgengismála og aðstöðu fyrir fatlaða einstaklinga, fjölskyldur og fjölbreytta hópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert