14 stiga hita spáð á fimmtudag

Kort/Veðurstofa Íslands

Hlýtt er í veðri þessa dagana og á fimmtudag er spáð allt að 14 stiga hita, hlýjast norðaustanlands.

Fremur suðlæg eða suðvestlæg átt, skýjað með köflum og dálitlar skúrir á víð og dreif en bjart veður um landið norðaustanvert. Suðvestan 8-13 m/s norðvestan til. Síðan hvessir dálítið á morgun með dálítilli vætu á svipuðum stöðum og í dag en áfram bjart veður fyrir norðan og austan. Milt veður, hiti víða á bilinu 5 til 10 stig að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og dálítil væta en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 9 stig.

Á fimmtudag:
Suðaustan og sunnan 15-20 m/s og víða talsverð rigning en úrkomuminna á Norðurlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast norðanlands.

Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15. Væta með köflum, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag:
Suðlæg átt og rigning af og til, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og líkur á rigningu eða slyddu í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og úrkomu um landið vestanvert en bjartara yfir og þurrt austan til. Hiti breytist lítið.

mbl.is