25 Covid-flutningar á sólarhring

Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur …
Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur eftir slíkan flutning tekur oftast töluvert lengri tíma en flutningurinn sjálfur. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 25 sjúkraflutningum vegna Covid-19 síðasta sólarhringinn sem er óvenjumikið miðað við fjölda smita í landinu. Meðal annars var flutningur af sóttvarnahóteli á Landspítalann að sögn varðstjóra.

Alls voru sjúkraflutningarnir 139 talsins sem telst mikið á einum sólarhring en af þeim voru 23 forgangsflutningar.

Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur eftir slíkan flutning tekur oftast töluvert lengri tíma en flutningurinn sjálfur segir á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina