6.207 án vinnu lengur en ár

Mikil fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem hafa verið …
Mikil fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem hafa verið án atvinnu í meira en eitt ár.

Mikil fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem hafa verið án atvinnu í meira en eitt ár. Í lok mars voru þeir 6.207 talsins en þeir voru 4.719 í febrúarlok og til samanburðar voru langtímaatvinnulausir, þ.e. þeir sem hafa verið án atvinnu í meira en tólf mánuði, 2.198 í lok mars í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.418 á einum mánuði og um 4.009 á milli ára.

Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið sem birt var í gær. Almennt atvinnuleysi á landinu var 11% í mars og hefur minnkað nokkuð þegar liðið hefur á árið en það var 11,4% í febrúar og 11,6% í janúar. VMST spáir því nú að atvinnuleysið minnki töluvert í apríl, m.a. vegna árstíðarsveiflu og átaksverkefna stjórnvalda og verði á bilinu 9,8%-10,2%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Yfirlit VMST sýnir að rúmlega 21 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í almenna bótakerfinu í mars. Í minnkaða starfshlutfallinu, hlutabótakerfinu, voru 4.186 einstaklingar í mars eða 1,1% og því voru samanlagt 25.205 atvinnulausir um seinustu mánaðamót í almenna bótakerfinu og hlutabótakerfinu sem þýðir að samanlagt atvinnuleysi var 12,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert