Fresta afhendingu Janssen í Evrópu

AFP

Afhendingu bóluefnisins Janssen til Evrópu hefur verið seinkað að því er segir í tilkynningu á heimasíðu bóluefnaframleiðandans Johnson & Johnson.

Tilkynningin kemur í kjölfar þess að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna mælti með því að notkun bóluefnisins við Covid-19 yrði tímabundið hætt meðan rannsakað væri hvort bóluefnið tengist blóðtöppum meðal yngra fólks.

Segir í tilkynningunni að verið sé að rannsaka 6 tilfelli þar sem einstaklingar hafi fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu. Búið er að bólusetja með 6,8 milljónum skammta af bóluefninu í Bandaríkjunum. 

Von var á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen til landsins í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert