Óbreytt afstaða yfirvalda í máli Uhunoma

Uhunoma Osayomore.
Uhunoma Osayomore. mbl.is/Hallur Már

Kæru­nefnd útlend­inga­mála féllst síð­ast­lið­inn föstu­dag á end­ur­upp­töku máls hins níger­íska Uhu­noma Osa­yomore, en stað­festi eftir sem áður eldri ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að synja umsókn hans um alþjóð­lega vernd hér á landi og dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Þetta kemur fram á vef Kjarnans sem ræddi við Magnús D. Norð­da­hl, lögmann Uhunoma. 

Haft er eftir Magnúsi, að afstaða yfir­valda í mál­inu sé óbreytt, en sömu­leiðis að mál­inu sé ekki lok­ið, þar sem kraf­ist verði ógild­ingar á úrskurði kæru­nefndar fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Magnús seg­ist telja úrskurð­inn rangan og bætir við að það muni reyna á efn­is­at­riði þess­arar nýju nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar þegar málið fari fyrir hér­aðs­dóm.

Þá kemur fram, að kæru­nefnd útlend­inga­mála hafi að sögn Magn­úsar afgreitt tvær end­ur­upp­töku­beiðnir sem sendar höfðu verið inn fyrir hönd Uhu­noma með nið­ur­stöðu sinni á föstu­dag. Úrskurður kæru­nefnd­ar­innar frá því á föstu­dag hefur ekki verið birtur opin­ber­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert