Ólöf Finnsdóttir skipuð skrifstofustjóri Hæstaréttar

Ólöf Finnsdóttir.
Ólöf Finnsdóttir. Ljósmynd/Af vef Hæstaréttar

Ólöf Finnsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands til 5 ára frá 1. ágúst næstkomandi, að því er segir í tilkynningu frá Hæstarétti.

Ólöf lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 1988 og framhaldsnámi í lögfræði frá Cambridge University árið 2002.

Þá hefur Ólöf gegnt starfi framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar frá stofnun hennar árið 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri dómstólaráðs á árunum 2011 til 2017 og skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur á árunum 2006 til 2011. 

„Hæstiréttur býður Ólöfu velkomna til starfa,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert