Stjórnvöld leggja stein í eigin götu

Hrafnista. 40 hefur verið sagt upp.
Hrafnista. 40 hefur verið sagt upp.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, sendu frá sér tvær aðalfundarályktanir í gær þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd, annars vegar fyrir að tefja útgáfu skýrslu starfshóps um rekstrargreiningu hjúkrunarheimila og hins vegar fyrir að koma ekki til móts við fyrirtæki í velferðarþjónustu, sem horfa mörg hver fram á gjaldþrot í haust ef ekkert verður af aukinni fjárveitingu af hálfu ríkisins.

Gísli Páll Pálsson, formaður SFV, segir í Morgunblaðinu í dag að hann verði var við ákveðið andleysi hjá hinu opinbera. Hann er fulltrúi SFV í starfshópi heilbrigðisráðuneytisins, sem skipaður var í ágúst síðastliðnum og falið að vinna skýrslu um greiningu rekstrar hjúkrunarheimila.

Gísli segir að skýrslan hafi verið tilbúin fyrir um mánuði en að athugasemdir fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um lokaútgáfu hennar tefji birtingu hennar. Aðalfundarályktun SFV frá í gær felur enda í sér áskorun á stjórnvöld um að birta skýrsluna tafarlaust. Sem er ekki skrýtið, þar sem Gísli bendir á að stjórnvöld, þ.á m. fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrslan sé forsenda aukinnar fjárveitingar. Og fjárveitinga er sannarlega þörf, eins og Gísli útskýrir: „Ef það kemur engin hækkun, vegna þess sem kemur fram í skýrslunni, og þá er ég að tala um hækkanir sem eiga að gilda fyrir 2020 og 2021, auk hækkana vegna breytinganna á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert