Taki afstöðu með réttindum verkafólks

Katar. Leikvangurinn Al Bayt erengin smásmíði eins og þeir flestir.
Katar. Leikvangurinn Al Bayt erengin smásmíði eins og þeir flestir. AFP

„Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“

Þannig endar opið bréf miðstjórnar ASÍ til KSÍ sem birt er í blaðinu í dag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ritar undir bréfið fyrir hönd miðstjórnar. Það er skrifað vegna meðferðar á farandverkafólki sem unnið hefur við byggingar á knattspyrnuvöllum í Katar en þar á heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu karla að fara fram árið 2022.

Í bréfinu er m.a. vitnað til nýlegrar umfjöllunar í breska blaðinu The Guardian en þar kom fram að 6.500 farandverkamenn hefðu látið lífið við uppbyggingui mannvirkja og vegaframkvæmdir vegna mótsins. Ætla megi að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri.

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga hefur gagnrýnt stjórnvöld í Katar og FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að bæta ekki aðbúnað farandverkafólks. Í bréfi ASÍ er bent á að landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hafi sýnt samstöðu með verkafólki í Katar. Ekkert hafi heyrst frá KSÍ, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert