Beint: DATEXII formlega tekinn í notkun

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytur ávarp á morgunfundi Vegagerðarinnar sem hefst klukkan 9. Þar mun hann taka alþjóðlegan forritunarstaðal Evrópusambandsins, DATEXII, formlega í notkun.

Staðallinn gerir erlendum leiðsöguþjónustum kleift að sækja þær upplýsingar sem Vegagerðin birtir um vegakerfið, svo sem veður og færð, í rauntíma í leiðsögukerfum sínum hvort heldur er í farsímum eða í leiðsögukerfum bifreiða. Velflest Evrópulönd hafa innleitt staðalinn, nú síðast Noregur og Svíþjóð.

Með innleiðingu DATEXII-staðalsins vonast Vegagerðin til að nauðsynlegar upplýsingar rati til vegfarenda og berist þeim meðan á ferðalaginu stendur og geri leiðabestun skilvirkari, að því er segir í tilkynningu. Verkefnið var unnið með fjárveitingu sem til kom af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna óveðursins í desember 2019.

Nýjum vef um veður og sjólag verður einnig hleypt af stokkunum á fundinum.

Beint streymi frá fundinum: 


Dagskráin:

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar opnar fundinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ávarpar fundinn og tekur DATEXII formlega í notkun.

Hvað er DATEXII og af hverju skiptir hann máli? Greipur Gíslason og Guðfinnur Sveinsson ráðgjafar Vegagerðarinnar.

Leiðsögukerfi HERE og hvernig fyrirtækið hyggst nýta upplýsingar frá Íslandi. Gjermund Jakobsen, framkvæmdastjóri/Data Sourcing Manager hjá HERE Technologies (á fjarfundi).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert