Ekki leggja við veginn

Eldgosið í Geldingadölum hefur breytt um svip undanfarna daga.
Eldgosið í Geldingadölum hefur breytt um svip undanfarna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag er spáð suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga og að mengunin berist til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar að bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar.

„Börnum, öldruðum, barnshafandi konum og þeim sem hafa undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma er ráðlagt frá því að fara á gosstöðvarnar ef einhver loftmengun er yfirvofandi. Einnig getur verið yfirborðsmengun í jarðvegi, snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors (F). Yfirborðsmengun er mest í næsta nágrenni við gosstöðina. Vegna loftmengunar er ekki ráðlagt að dvelja lengi við gosstöðvarnar.

Frá miðnætti til hádegis (00-12) eru engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum. Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir hádegi hafi þetta í huga. Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Þá hefur gönguleið reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert