Eldfjallagasið hafði áhrif á heilsu

Eldgos í Holuhrauni.
Eldgos í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Eldfjallagas frá gosinu í Holuhrauni 2014-2015 leiddi til umtalsverðrar aukningar öndunarfærasjúkdóma á Reykjavíkursvæðinu meðan mengunar frá gosinu gætti. Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein í Nature Communications.

Dr. Evgenia Ilyinskaya, dósent í eldfjallafræði við Leeds-háskóla á Englandi er aðalhöfundur ásamt Hanne Krage Carlsen. Í kynningu á vef Háskólans í Leeds segir m.a. að niðurstöðurnar geti haft áhrif á aðgerðir til verndar heilsu 800 milljóna manna sem búa nálægt virkum eldfjöllum.

„Það voru gefnar út viðvaranir vegna gasmengunar, aðallega brennisteindíoxíðs (SO2), meðan á Holuhraunsgosinu stóð. Sama er gert nú vegna gossins í Fagradalsfjalli. Gasið barst til Reykjavíkur og þá mældist aukning á öndunarfærasjúkdómum eins og komið hefur fram í annarri grein,“ segir Evgenia í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta gas barst nokkrum sinnum til Evrópu og kom svo aftur til Íslands. Það var ekki gert ráð fyrir því í spám og viðvörunum um mengun. Við sýnum fram á það að þessi „ósýnilega“ mengun sem spár gerðu ekki ráð fyrir olli líka aukningu öndunarfærasjúkdóma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert