Hraunið færst lítillega í átt að gönguleiðinni

Vel er fylgst með svæðinu.
Vel er fylgst með svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraunið úr nýju gosstöðvunum í Geldingadölum hefur færst um einhverja sentímetra í átt að gönguleið A en er ekki komið að henni. Ef það ætlar að ná að gönguleiðinni þarf það einnig að lyftast hærra upp. Töluvert er í að það gerist.

Þetta segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. „Það er verið að fylgjast með á hverjum degi til að sjá hvort það aukist,“ segir Bogi um hraunið. „Þetta er lifandi svæði. Ef það er að fara nálægt gönguleiðinni munum við bregðast við því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert