Hraunið færst lítillega í átt að gönguleiðinni

Vel er fylgst með svæðinu.
Vel er fylgst með svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraunið úr nýju gosstöðvunum í Geldingadölum hefur færst um einhverja sentímetra í átt að gönguleið A en er ekki komið að henni. Ef það ætlar að ná að gönguleiðinni þarf það einnig að lyftast hærra upp. Töluvert er í að það gerist.

Þetta segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. „Það er verið að fylgjast með á hverjum degi til að sjá hvort það aukist,“ segir Bogi um hraunið. „Þetta er lifandi svæði. Ef það er að fara nálægt gönguleiðinni munum við bregðast við því.“

mbl.is