Maðurinn gaf sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði fyrr í dag eftir að ná tali af manni. Með fylgdu myndir og var hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna.

„Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu einnig vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni. 

Nú hefur maðurinn gefið sig sjálfur fram við lögreglu, að því er fram kemur í annarri tilkynningu.

mbl.is