Umferðin svipuð og fyrir faraldur

Bílar á Miklubraut.
Bílar á Miklubraut.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri í marsmánuði en í sama mánuði á síðasta ári. Munar þar fjórðungi. Umferðin var orðin nærri því eins mikil og var í mars 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, og vantar aðeins rúmt prósent upp á.

Heldur meiri samkomutakmarkanir vegna sóttvarna voru stóran hluta mars í fyrra en í ár og getur það hafa haft áhrif. Vegagerðin dregur þá ályktun af þessu að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því.

Fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins geisaði í mars á síðasta ári og þótt faraldurinn hafi ekki verið afstaðinn í mars í ár voru fjöldatakmarkanir ekki eins stífar og í fyrra. Umferðin jókst um fjórðung milli ára. Svipuð þróun var á öllum talningarstöðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ef litið er á þróunina fyrstu þrjá mánuði ársins sést að umferðin hefur aukist í heildina um tæp 5% frá sama tímabili á síðasta ári. Enn vantar fáein prósent, 3,4%, upp á að umferðin verði jafn mikil og fyrir kóvid, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert