Ung börn sofi ekki úti í vögnum

Brennisteinsmengun klukkan 13 samkvæmt spá Veðurstofu Íslands í dag.
Brennisteinsmengun klukkan 13 samkvæmt spá Veðurstofu Íslands í dag. Skjáskot

„Loftmengun fer yfir höfuðborgarsvæðið núna í hádeginu og mun færast vestar með deginum svo gera má ráð fyrir að mengunin sé mest yfir höfuðborgarsvæðinu í hádeginu,“ segir Einar Halldórsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

„Brennisteinsmengun gæti farið yfir heilsuverndarmörk sem eru yfir 350 míkrógrömm á rúmmetra. Þá mælum við með því að ung börn sofi ekki úti í vangi, viðkvæmir einstaklingar gætu fundið fyrir einkennum og slökkva ætti á loftræstingu,“ segir Einar.

Hann hvetur fólk til að vakta loftgaedi.is og fylgjast með styrk og dreifingu mengunar. 

„Með nýjum sprungum má gera ráð fyrir meiri gasmengun en hefur verið. Við gerum ekki ráð fyrir að þetta fari langt fram yfir heilsuverndarmörk“

Ráðleggingar vegna loftmengunar frá eldgosi og viðbrögð er að finna inni á loftgaedi.is. Hægt er að nálgast ráðleggingar fyrir hvern styrk mengunar, bæði fyrir heilbrigða og þau sem viðkvæm eru fyrir loftmengun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert